Stjórnmálamenn höggva í lýðræðið með því að búa sjálfir til stjórnarskrána án aðkomu þjóðarinnar

Katrín Oddsdóttir lögmaður

Stjórnmálamenn eru að höggva í lýðræðið með því að ætla sjálfir að búa til stjórnarkrá án þess að þjóðin komi að henni, enda eigi stjórnarskráin að eiga uppruna sinn hjá þjóðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Oddsdóttur lögmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Katrín segir það einfaldlega ekki ganga upp að þingið hunsi frumvarp stjórnlagaráðs og velji sjálft hvaða ákvæði eigi að vera í stjórnarskrá og hver ekki

þetta getur ekki verið eins og hlaðborð þar sem þingmenn velja það sem hentar þeim, menn verða að vita hvar valdmörk þeirra enda, það þarf að tryggja að þjóðin eigi lokaorðið í þessu máli“.


Forsetinn mögulega vanhæfur til þess að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar um nýja stjórnarskrá


Katrín bendir á að verði frumvarp þingsins um nýja stjórnarkrá sent forseta til undirritunar sé forsetinn í erfiðri stöðu

þá er hann í þeirri stöðu að skrifa undir mál sem varar starfssvið hans sjálfs og því er hann í raun vanhæfur í málinu, hvers vegna ætti forsetinn að skrifa undir eitthvað sem varðar hann sjálfan?,” spyr Katrín.


Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila