Stjórnmálin við suðumark á Spáni – tugþúsundir krefjast afsagnar Pedro Sánchez forsætisráðherra

Tugþúsundir Spánverjar fylltu götur Madríd á sunnudag til að krefjast afsagnar forsætisráðherrans Pedro Sánchez. Ástæðan er ákvörðun ríkisstjórnar Spánar að bjóða fulltrúum Katalóníu til viðræðna en minnihlutastjórn Spánar er háð stuðningi Katalóníu til að koma fjárlögum Spánar í gegn á þinginu n.k. miðvikudag. Hægri flokkar stjórnarandstöðunnar efndu til mótmælanna, margir lýstu yfir stuðningi við ESB og hrópað var Lengi lifi Spánn. Krafist var nýrra þingkosninga. Nýr hægriflokkur Vox ásamt íhaldsflokknum Partido Popular (PP) og mið-hægri floknum Ciudadanos telja ákvörðun forsætisráðherra Spánar að skipa miðlara til að ræða við aðskilnaðarsinna Katalóníu vera landráð. Aðskilnaðarsinnar krefjast nýrra kosninga um sjálfstæði Katalóníu og á þriðjudaginn verða réttarhöld í málum handtekinna leiðtoga aðskilnaðarsinna sem eiga yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Skoðanakannanir sýna að hægriiflokkarnir muni fá hreinan meirihluta en í desember unnu þeir kosningasigur í Andalúsíu þar sem sósíalistar misstu völd sem þeir hafa haft s.l. 36 ár. Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila