Stjórnvöld hafa ekki rætt hvað eigi að gera fyrir fólk sem sér fram á að missa eignir vegna ástandsins

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Stjórnvöld hafa enn ekki rætt um hvað eigi að gera fyrir það fólk sem sér fram á að missa eignir sínar vegna þess ástands sem er í samfélaginu í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Björn segir að hann hefði viljað sjá aðgerðir strax til handa heimilum landsins þegar ljóst var í hvað stefndi. Fram kom í þættinum að hjá ríkisstjórninni sé mikil skipulagsóreiða þegar kemur að forgangsröðun verkefna og að mati Björns hefði verið betra að hafa meira samráð milli þeirra flokka sem eru á þingi

ég hefði viljað sjá aðgerðir strax eins og einskonar lyklafrumvarp, eða eitthvað sambærilegt sem myndi gripa fólk en þess í stað er lítið gert og ríkisstjórnin er ekki að ræða þessi mál á þinginu“.

Þá segir Björn að hægt væri að spara fjármuni með því einfalda móti að forgangsraða verkefnum betur, því oftar en ekki sé farið í verkefni án þess að færð séu sérstök rök og án þess að skoðað sé hvort aðrar leiðir séu betri.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila