Stjórnvöld verða að tryggja betur netöryggi og bregðast við þeim hættum sem á netinu kunna að leynast

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra

Ísland er eftirbátur margra annara landa þegar kemur að netöryggismálum og efla þarf eftirlit með netógnum sem geta steðjað að þjóðinni í nútímasamfélagi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Björn segir að þegar kemur að öryggismálum og þjóðaröryggi sé nauðsynlegt að þau mál taki mið af hættum nútímans en að því öryggi hér á landi sé verulega ábótavant, enda fari stríð nútímans einnig fram á netinu

ég hallast að því að á netinu séu stöðug átök en við hér á Íslandi erum þannig í sveit sett að hér er ekki nægilegt eftirlit og við vitum lítið sem ekkert um hvað er að gerast á þeim vettvangi” segir Björn.

Hann segist vona að skýrsla sem hann vann að um norrænt samstarf verði til þess að koma netöryggismálum á dagskrá

vonandi verður það til þess að stjórnvöld leiði hugann að því að þau verði að tryggja betur öryggi okkar á þessu sviði“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila