Stoðdeild Ríkislögreglustjóra segir lögmann egypsku fjölskyldunnar fara með rangt mál varðandi fyrirhugaðan brottflutning

Stoðdeild Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirra ummæla Magnúsar D. Norðdahl lögmanns egypsku fjölskyldunnar þess efnis að stoðdeildin hefði haft sex vikur til þess að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Í tilkynningu stoðdeildar segir að þar fari lögmaðurinn með rangt mál

“  Það er ekki rétt að stoðdeild ríkilögreglustjóra hafi haft sex vikur til að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd ákvörðunar barst stoðdeild frá Útlendingastofnun þann 13.1.2020, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út (28.1.2020). „

Þá segir í tilkynningunni að fjölskyldunni hefði verið boðið að fara sjálfviljug aftur til heimaland síns sem hún hafi ekki viljað gera

Fjölskyldunni var veittur 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar.

Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað vísaði Útlendingastofnun málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13.1.2020.“

Einnig segir í tilkynningunni að ekki hafi verið hægt að skipuleggja heimferð fólksins á tveimur vikum á meðan skilríki fólksins hafi verið í gildi

Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um.

Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila