Stofna Landsflokkinn til höfuðs spillngu

Jóhann Sigmarsson og Glódís Gunnarsdóttir.

Landsflokkurinn sem stofnaður var fyrir skömmu er beinlínis stofnaður til höfuðs spillingunni sem viðgengist hefur hér á landi alltof lengi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Glódísar Gunnarsdóttur og Jóhanns Sigmarssonar í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.


Þau segjast sammála Seðlabankastjóra um að hagsmunaöfl stjórni hér landinu, það sé eitt af merkum þeirrar spillingar sem hér viðgangist. Jóhann telur að Bjarni Benediktsson eigi ekki að sitja sem fjármálaráðherra þar sem nafn hans kom við sögu í Panamaskjölunum frægu.


Þau segja gott að sjá að hér hafa að undanförnu sprottið hér upp flokkar sem raunverulega hugsa um hagsmuni almennings, eins og Flokkur fólksins, það sé hins vegar miður að sjá að þeim hafi lítið orðið ágengt í baráttunni gegn spillingaröflunum, þess vegna hafi þau stofnað eitt aflið enn í stað þess að ganga til liðs við aðra flokka.

Sú vinna sé ný hafin og leita þau nú að fólki um land allt til þess að taka þátt í vegferðinni.


Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila