Stofnandi Wikipedia hefur fengið nóg – stofnar nýja og betri sem fær nafnið: Encyclosphere

Larry Sanger stofnandi Wikipedia segist þreyttur á yfirtöku „hrokafullra ólígarka sem vilja stjórna upplýsingum” á Wikipedia.

Larry Sanger stofnandi Wikipedia sagði nýlega að varla væri hægt lengur að nota Wikipedia vegna yfirtöku pólitísks réttrúnaðar á innihaldinu. Hann vinnur núna að nýju verkefni sem beinir kastljósinu á málfrelsið og keppir við glataða Wikipediu að sögn Big League Politics.

Larry Sanger stofnaði Wikipedia 2001 ásamt Jimmy Wales. Blogg Sangers í fyrra vakti mikla athygli en þar sýnir hann fram á hvernig stjórnmálamenn nota Wikipedia meðvitað og þegja um staðreyndir og telja einungis upp það, sem er þeim að skapi. Nefnir hann sem dæmi, að grein um Barack Obama minnist ekkert á hneykslismál sem Obama var viðriðinn. „Og eins og þið getið ímyndað ykkur, þá er það brandari að segja að greinin um Donald Trump sé hlutlaus.” Hann bendir á að í staðinn sé greininn full af neikvæðum fullyrðingum og upplýsingum um ólík hneykslismál Trumps.

Og það eru ekki aðeins greinar um stjórnmálamenn sem eru vinklaðar heldur einnig greinar um stjórnmálspurningar sem Larry Sanger segir að skrifaðar eru „úr vinstri sinnuðum vinkli.” Sem dæmi segir hann að „fóstureyðingar eru sagðar vera meðal öruggustu aðgerðum læknavísindanna” en ekkert er sagt frá þeim sem eru mótfallnir fóstureyðingum. Grein um frelsi til neyslu eiturlyfja segir ekkert um þær neikvæðu afleiðingar sem lögleidd eiturlyfjaneysla hefur. Larry Sanger tekur einnig dæmi um greinar um trúarbrögð, upphitun jarðar, bóluefni og spurningar HBTQ fólks.

„Það er tími til kominn að Wikipedia viðurkenni að þeir hafa yfirgefið hlutleysisstefnuna. Að minnsta kosti ætti að viðurkenna að stefnunni hefur verið breytt á þann hátt að ógjörningur er að sjá samhengið við hlutleysi sem venjulega stefnu. Betra væri að þeir tækju upp „trúverðugleikastefnu” og viðurkenndu, að skoðun þeirra á trúverðugleika geri þá hlutdræga gegn íhaldssemi, hefðbundnum trúarbrögðum og minnihlutaskoðunum innan vísinda og læknisfræði – að ekki sé nú einnig minnst á öll önnur mál, sem Wikipedia er á hlutdrægan hátt á móti.”

„Að sjálfsögðu er það ólíklegt að Wikipedia geri neina slíkar breytingar: þeir lifa í eigin fantasíu heimi.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila