Rætt um að setja Stokkhólmsborg í einangrun

Dr. Staffan Sylvan fyrrum sóttvarnalæknir í Uppsala skrifar grein í Expressen, þar sem hann hvetur til þess að Stokkhólms borg og allt Stokkhólms lén verði tafarlaust einangrað frá umheiminum vegna örrar útbreiðslu kórónaveirunnar. 

”Við höfum náð þeirri stöðu, að setja þarf allt Stokkhólmssvæðið í einangrun til að hindra útbreiðslu smits til annarra hluta landsins.” skrifar Sylven. 

Læknirinn gagnrýnir opinberar tölur og segir að það sé hægt að reikna tiltölulega nákvæmlega út hvernig veiran muni dreifast.


”Við göngum út frá dánartíðni covid-19 upp á eitt prósent og það taki fimm daga frá smiti þar til einkenni koma fram og einnig að tími frá einkennum til andláts séu 15 dagar. Við reiknum einnig með að smit tvöfaldist fimmta hvern dag. Líkleg tala smitaðra í Stokkhólmi í dag eru yfir 8 000 manns og verða orðnir 20 000 um mánaðamótin. Þannig er útbreiðsla veirunnar um 20 sinnum meiri en tölur Lýðheilsunnar sýna.”


Samkvæmt sóttvarnarlögum í Svíþjóð er það á hendi Lýðheilsunnar að loka landssvæðum þar sem hættulegir sjúkdómar geisa.  Sylvan skrifar:

”Slík ákvörðun um lokun þýðir bann fyrir þann sem er á svæðinu að yfirgefa það og bann fyrir þann sem er fyrir utan svæðið að heimsækja það. Setjið upp tálmanir og notið allar tiltækar aðgerðir gegn covid-19 – núna!”


Anna König Jerlmyr hjá Stokkhólmsborg segir borgina aldrei áður hafa staðið fram fyrir slíkri þolraun. 

”Þetta mun verða langvarandi ástand með erfiðri forgangsröðun fyrir öll sveitarfélög Svíþjóðar.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila