Íbúar Stokkhólmsborgar sífellt óöruggari – þora varla í göngutúr

Íbúar í Stokkhólmi búa við vaxandi öryggisleysi

Öryggisleysi íbúanna í Stokkhólmi eykst stöðugt bæði að degi til og á kvöldin. Það kemur fram í nýrri skýrslu yfirvalda um öryggi meðborgaranna en haft var samband við 14 þúsund manns í Stokkhólms léni á aldrinum 18 – 85 ára og svöruðu 6 200 manns spurningum yfirvalda. 20% íbúanna eru ekki tryggir í heimilishverfum sínum að degi til og 44% óöryggir á kvöldin. 51% kvenna upplifa öryggisleysi á kvöldin. Verst er ástandið í Botkyrka fyrir sunnan Stokkhólm þar sem 62% segjast vera hræddir á kvöldin.

Gunhild Graseman skilgreinandi hjá lénsyfirvöldum Stokkhólms segir í viðtali við sænska sjónvarpið að „öryggisleysið hefur aukist stöðugt á þeim átta árum sem lénsstjórnin hefur gert kannanir hjá meðborgurunum.“

Í skýrslunni segir að „vaxandi öryggisleysi í Stokkhólmsborg sést á því að sífellt fleiri íbúar hætta við athafnir af ótta við að verða fyrir glæpum t.d. þegar farið er í göngutúra, í bíó eða í heimsóknir til vina og vandamanna. Þriðji hver íbúi (34%) svaraði 2019 að þeir hafi hætt við hversdagshluti á síðasta ári af ótta við að verða fyrir glæp. Þetta eru 4% fleiri en 2017 og miklu fleiri en 2011 en þá sögðu 20% það sama.“

Meðal ungra án tilliti til kyns og kvenna segjast meira en helmingur að þau séu ótrygg á götum og torgum, í samgöngukerfinu og í miðborg Stokkhólmsborgar skrifar lénsstjórnin.

Íbúar Stokkhólms verða sífellt svartsýnni á öryggismálin í framtíðinni. Fjórir af hverjum tíu segja að ástandið eigi eftir að versna. Árið 2011 sögðu 24% það sama. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila