Stór hluti þeirra sem fremja morð í Svíþjóð hljóta aldrei dóm

Stór hluti þeirra einstaklinga sem fremja morð í Svíþjóð komast upp með glæp sinn og þarf aldrei að svara til saka. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttaritara í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf bendir á að tölfræðin sýni fram á þá ísköldu staðreynd að aðeins 21 af þeim 84 morðum sem framin voru í skotárásum Stokkhólmi árið 2019 hafi leitt til ákæru. Af þeim 53 einstaklingum sem ákærðir voru vegna þessara mála hafi aðeins 17 einstaklingar hlotið dóm. Hann segir þetta lýsandi fyrir þá stöðu sem löggæslumálin séu í, löggæsluyfirvöld séu löngu hætt að ráða við það ástand sem ríkir í borgum landsins

hér í Svíþjóð á síðustu tveimur vikum hafa verið framdar fjórtán skotárásir og níu sprengjuárásir, þetta sýnir bara hvernig staðan er hérna, staðan er mjög alvarleg„,segir Gústaf.

Í nýrri könnun BRÅ, ráðs sem skipað hefur verið til þess að fyrirbyggja glæpi kemur fram að 81% svía á aldrinum 16-84 ára hafi skynjað verulega aukningu glæpa í landinu undanfarin þrjú ár. Þá finna 47% svía til ótta vegna glæpa og hefur prósentutalan aukist um 4% frá síðustu könnun sem framkvæmd var í fyrra.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila