Stóri vandi Úkraínu er sá að enginn vill hjálpa þeim

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri

Helsti vandi Úkraínu er sá að það eru fáar ef einhverjar þjóðir sem vilja aðstoða landið við að koma undir sig fótunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors í alþjóðaviðskiptum og hagfræði við Háskólann á Akureyri í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið hafa hagsmuni af því að aðstoða Úkraínu og fáir treysta á að veita landinu lán, sérstaklega vegna þess stjórnarfars sem þar er

það treysta þeim fáir og það er lítil von til þess að einhver vilji veita lán þangað eða fjárfesta því það er ekkert öryggi sem hægt er að treysta á að haldi utan um fjárfestinguna, þannig það eru litlar líkur á að það stoði eitthvað

Þá segir Hilmar að Alþjóðagjaldeyrissjópurinn hafi lánað Úkraínu til þess að grípa til en slíkum lánum fylgi skilyrði sem Úkraína eigi oft erfitt með að uppfylla.

” AGS vill að þau lönd sem þeir aðstoða séu leiðandi í þeim aðgerðum sem farið sé í (e svokallað government ownership) en Úkraína sé ekki í stakk búin til þess að takast á við svo erfitt verkefni“.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila