Hækkandi orkuverð kippir rekstrargrundvelli undan stóriðjum landsins

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Hækkandi orkuverð getur orðið til þess að rekstrargrundvelli undan stóriðjum landsins með tilheyrandi hópuppsögnum í kjölfarið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segist hafa áhyggjur af einokun Landsvirkjunar á raforkumarkaði og bendir á að þrátt fyrir afar góða stöðu Landsvirkjunnar haldi orkuverð áfram að hækka

Eftir fjögur ár er Landsvirkjun í þeirri stöðu að verða búin að borga upp allar virkjanir landsins og á sama tíma er því haldið fram að verið sé að gefa orkuna til stóriðjunnar, það er rétt að við höldum því til haga að stórðiðjufyrirtækin eru að greiða 45 milljarða á ári í raforkukostnað, og nú er verið að hækka raforkuna til fyrirtækja á mínu svæði, Norðuráli og Elkem um 5,3 milljarða á ári, sem mun kippa rekstrargrundvelli undan þessum fyrirtækjum og setja þau í töluverða óvissu“,segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila