Stórir skjálftar á Reykjanesi og við Hellu – Hættustigi lýst yfir

Nokkrir skjálftar af stærðinni 5,3 – 5,7 urðu um þrjá kílómetra suðvestur af Keili á Reykjanesi rétt eftir klukkan tíu í morgun og þá reið annar stór skjálfti yfir skömmu síðar af stærðinni 5,6 suður af Hellu á Suðurlandi.

Skjálftarnir fundust víða og hringdu hlustendur inn í símatíma Útvarps Sögu og lýstu upplifun sinni af skjálftunum og voru hlustendur sammála um það þeir hafi verið mjög öflugir og líklega með þeim stærri sem þeir hefðu fundið á ævinni.

Rétt er að benda á að leiðbeiningar við viðbrögðum við jarðskjálftum má finna á vef Almannavarna með því að smella hér.

14:00. Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Hættustig er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða. Hægt er að lesa tilkynningu um málið á vef lögreglunnar með því að smella hér.

13:10. Enn skelfur jörð. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands er hrinan ein sú öflugasta frá upphafi mælinga. Minnum á að kl.14:00 mun bein æUtsending hefjast á Útvarpi Sögu og opnaður síminn fyrir þá sem vilja greina frá upplifun sinni af atburðunum. Þá verður ennig rætt við jarðfræðing hjá Veðurstofu Íslands.

Kl.11:55. Ekki hafa borist fregnir um slys á fólki eða skemdir á mannvirkjum en einhverjar skemmdir hafa orðið á innanstokksmunum víða.

kl.11:00. Búið er að virkja samskiptamiðstöð Almannavarna vegna skjálftahrinunar en henni virðist ekki ætla að linna í bráð.

Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum auk Veðurstofunnar. Lögreglan á Suðurnesjum fara núna um svæðið til að kanna áhrif skjálftans. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar farin á svæðið til að kanna aðstæður.

Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu síðan 26. janúar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila