Áhrif af upplifun ferðamanna á Íslandi er besta landkynningin

Hreiðar Hermannsson framkvæmdastjóri og hótelstjóri Stracta Hotel

Besta landkynningin sem ferðaþjónustan getur fengið er upplifun ferðamanna af landi og þjóð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hreiðars Hermannssonar framkvæmdastjóra og hótelstjóra Stracta Hótel í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Hreiðar segir mikilvægt að allir þeir aðilar sem starfi í ferðaþónustu séu meðvitaðir um þetta og lagi starfsemi sína að því

það er til dæmis mjög mikilvægt að halda verðlaginu í hófi því ferðamenn sem koma hér segja öðrum frá upplifun sinni og óánægðir ferðamenn koma ekki aftur og ef ferðamönnum fækkar þá fækkar þeim sem segja öðrum frá upplifun sinni af ferðalagi sínu, svo er þjónustan auðvitað algjört lykilatriði og því er nauðsynlegt að hafa gott starfsfólk innan ferðaþjónustugeirans„,segir Hreiðar.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila