Vistvæn leið að taka upp strandflutninga á ný

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það væri mjög vistvænn kostur að taka upp strandflutninga á ný, auk þess sem það myndi draga stórlega úr slysahættu á vegum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ásmundur bendir á að það sem flutt er í dag landleiðina er ekki endilega einungis ferskvara eða farmur sem þoli litla bið “ þetta geta verið mublur ýmis konar og svo jafnvel sorp„,segir Ásmundur.

Hann bendir á að nýta mætti sorpið með því að flytja það strandleiðina að brennslustöðvum á svokölluð köld svæði þar sem nýta mætti sorpið til orkuframleiðslu.

Þá segir Ásmundur að einnig myndi draga úr sliti á vegum og þar með svifryki, og því séu kostir þess að taka upp strandflutninga augljósir.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila