Stríðið gegn Rússlandi

Paul Craig Roberts skrifaði nýverið grein um þann toll, sem það hefur kostað hann að segja sannleikann. Jafnframt lýsir hann afstöðu sinni til Úkraínustríðsins og segir Rússa hafa misreiknað hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu, sem nú hafa þróast upp í stríð Vesturlanda og Rússlands. Paul segir kjarnorkustríð einu útkomuna nema að yfirstjórn nýíhaldsmanna Gyðinga á utanríkisstefnu Bandaríkjanna verði rofin.

Paul Craig Roberts fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Reagans er hlustendum Útvarps Sögu kunnur eins og sjá má t.d. hér og hér. Útvarp Saga birtir hér nýjan pistil Paul Craig Roberts í lauslegri þýðingu.

Enginn blæs lengur í gjallarhornið mitt nema ég sjálfur

Ég man þegar aðrir blésu í gjallarhornið mitt. Franska ríkisstjórnin með Francois Mitterrands forseta veitti mér frönsku heiðursorðuna fyrir endurreisn efnahagsvísinda. Reagan forseti sendi fjárlagastjóra sinn, Jim Miller, á verðlaunaafhendingu með bréfi frá forsetanum, sem veitti mér heiðurinn fyrir árangursríka efnahagsstefnu Reagans, sem kom í veg fyrir efnahagslega stöðnun. Bandaríska fjármálaráðuneytið gaf mér silfurmerki sitt fyrir „framúrskarandi framlag til bandarískrar efnahagsstefnu.“ Who’s Who í Ameríku veitti mér Æfiverðlaun sín. Blaðamannaklúbbur Mexíkó veitti mér alþjóðleg blaðamannaverðlaun sín. Þegar börnin mín fæddust bárust hamingjubréf frá mönnum eins og yfirmanni sjóhersins og starfsmannastjóra Bandaríkjahers. Og svo framvegis.

Í dag er ekki blásið í gjallarhornið mitt nema ég geri það sjálfur, sem ég hef ekki gert en mun nú gera. Ég hef gert sjálfan mig eignalausan með því að segja sannleikann og ekki er mér þakkað fyrir það.

23. júní 2022 skrifaði Andrei Raevsky, að það væri óumdeilt að það sem hófst sem takmörkað hernaðaraðgerð Rússa í Úkraínu, hafi breyst í opið og alhliða stríð milli Rússlands og Vesturlanda.

Setti fyrstur manna á prent að „takmörkuð“ hernaðaríhlutun Rússa í Donbass væri blekking

Ég var fyrstur manna til að setja á prent, að hinn „takmarkaði“ þáttur íhlutunar Rússa í Donbass væri blekking. Washington, sagði ég, myndi aldrei leyfa þeirri aðgerð að vera takmörkuð. Fyrir þessa augljóslega réttu innsýn fordæmdi Andrei mig sem and-rússa. Dmitry Orlov vísaði mér á bug sem bjána, sem vildi kjarnorkustríð. Með öðrum orðum, það var óvelkomið að benda á misreikning yfirvalda Rússlands, sem myndi leiða af sér víðtækara stríð, þrátt fyrir augljós sannleiksgildi þess.

En eins og Andrei viðurkennir núna, þá er víðtækara stríðið sem ég spáði fyrir, þegar yfir okkur. Móttækileiki Kremlverja fyrir ögrunum hefur komið þeim í þá stöðu, að ómerkilegt land – vissulega hernaðarlega og að öllu öðru leyti, hefur komið í veg fyrir, að Rússar nái til eins hluta Rússlands – Kaliningrads. Ef Kremlverjar, sem eru alltaf umburðarlyndir gagnvart ögrunum, samþykkja þetta er Rússland búið að vera. Ef Kreml samþykkir það ekki er Litháen búið að vera.

Þar sem Litháen er aðildarríki NATO – sem var heimskuleg ákvörðun, þá mun NATO þurfa að fara í stríð eða draga sig til baka. Nýíhaldsmenn gyðinga sem stjórna utanríkisstefnu Bandaríkjanna munu ekki láta það ganga eftir. Washington borgar mikið fyrir hlýðni og ætlast til þess að NATO fylgi sér.

Með öðrum orðum, þá munu „leiðtogar“ Evrópu líklega fljótlega standa frammi fyrir eftirfarandi ákvörðun:

„Eigum við að eyðileggja Evrópu eða hættum við að taka á móti greiðslum Bandaríkjanna til okkar?“

Þeir munu taka peningana og hlaupa – en hvert?

Sem fyrrum kaldastríðsmaður, sem fyrrverandi meðlimur í rannsóknarnefnd forsetans til að meta skoðanir CIA á efnahags- og hernaðargetu Sovétríkjanna, þá get ég sagt það með fullri vissu, að það er enginn staður til að flýja til.

Ef ofurvaldið yfir utanríkisstefnu Bandaríkjanna og þar með Vesturlanda, sem er í höndum nýíhaldsmanna gyðinga, verður ekki rofið, þá eru Vesturlönd og Rússland á leið í kjarnorkustríð.

Stríðið verður kjarnorkuvopnastríð, vegna þess að Vesturlönd eru of veik í hefðbundnum mæli til að takast á við Rússland. Vesturlönd eru sér ekki meðvituð um þetta, vegna þess að íhlutun Rússa í Donbass felur í sér fáa rússneska hermenn, sem fara sér hægt í að umkringja óvininn. Venjulega treysta innrásarher á 3 á móti 1 í yfirburði í mannafla en í Donbass-deilunni voru Úkraínumenn líklega fleiri en Rússar, þar sem stór hluti rússneska hersins beið á hliðarlínunni eftir hvers kyns mögulegri íhlutun NATO-hermanna.

Það er enginn vafi á því, að Rússar munu hreinsa Donbass af úkraínskum hersveitum. Því starfi er nánast lokið. En ekki hin víðtækari átök.

ESB og NATO mynda bandalag „fyrir stríð gegn Rússlandi“

Rússneski utanríkisráðherrann sagði í dag:

„Hitler safnaði verulegum hluta, ef ekki flestum, Evrópuþjóðum undir merkjum sínum í stríði gegn Sovétríkjunum“ og bætti við að „nú myndar ESB ásamt NATO annað – nútímalegt – bandalag fyrir biðstöðu og að lokum stríð gegn rússneska sambandsríkinu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila