„Stríðshetja“ umhverfissinna hótar að „sprengja sundur olíu- og gasleiðslur“ ef ráðamenn veita ekki loftslagsvandanum athygli

„Stríðshetja“ umhverfissinna, David Suzuki, hótaði á fundi Extinction Rebellion með sprengjuárásum á gas- og olíuleiðslur ef ráðamenn fari ekki að „veita loftslagsvandanum athygli.“ (Sksk. YouTube).

Kanadíska „umhverfisstríðshetjan“ David Suzuki lýsti því yfir í ræðu fyrir helgi, að olíu og gasleiðslur verða „sprengdar í loft upp,“ ef leiðtogar bregðast ekki við loftslagsbreytingum. Margir líta á ummæli hins herská „loftslagsbaráttumanns“ sem beina yfirlýsingu um fyrirhuguð hryðjuverk og ógn við samfélagið.

„Við erum í djúpum, djúpum skít“ sagði Suzuki á laugardaginn, þegar hann talaði á mótmælafundi Extinction Rebellion í Vancouver. „Það er hingað, sem við erum komin. Næsta skref eftir þetta verður að sprengja upp leiðslur, ef leiðtogar veita því ekki athygli, sem er að gerast.“

Suzuki sagði í viðtali við National Post, að umhverfishreyfingin væri þegar byrjuð að nota ofbeldi og ásakaði lögreglunni að vinna gegn skógarhöggsmótmælendum og mótmælendum gegn gasleiðslum.

Spurður um hvort hann styddi sprengjuárásir á olíu- og gasleiðslur sagði hann: „Að sjálfsögðu ekki.“

Margir fordæma yfirlýsingu loftslagsbaráttumannsins samanber tístið hér að neðan:

Deila