Lenín stendur óáreittur í Seattle og ný stytta af Lenín reist í V-Þýskalandi – kommúnisminn hylltur

Á sama tíma og BLM og Antifa hreyfingarnar eyðileggja gamlar styttur „þrælahaldara og kynþáttahatara” út um allan hinn vestræna heim reisa marx-lenínistar í Þýskalandi óáreittir nýja styttu af Lenín í s.l. viku. Að sögn BBC sögðu borgaryfirvöld að vísu að „það væri enginn staður fyrir Lenín” en dómsstóll sagði það löglegt að reisa styttuna. 


ESB reisti stóra styttu af Karl Marx 2018

Á skilti við nýju Lenínstyttuna í Gelsenkirchen, Þýskalandi, segir: „Gefið ekki anti-kommúnistum tækifæri”.

Fyrir tveimur árum reisti ESB risastyttu af Karli Marx frá Kína við hátíðlega athöfn í heimabæ Marx, Trier. Juncker f.v. forseti ESB sagði þá í ræðu að „Karl Marx væri heimspekingur sem hugsaði inn í framtíðina af skapandi metnaði”. Xi Jinping forseti Kína lýsir Marx sem „skapara alþjóðakommúnismans og mesta hugsuði nútímans”.

BLM ræður lögum á No Go svæði í Seattle

Í Seattle í Bandaríkjunum hafa mótmælendur myndað „lögreglufrítt svæði” í miðborginni þar sem maður var drepinn s.l. laugardag og var sjúkrabíl ekki leyft að koma inn á svæðið fyrr en um seinan.

Eftir

á reyna Black lives matter að telja fólki trú um að það sé sjúkrafólkinu að kenna að hafa ekki bjargað lífi mannsins, þótt BLM hafi myndað múr fólks til að hindra bæði lögreglu og sjúkrabíla frá því að koma inn á svæðið. En mynd úr lögreglumyndavél sýnir hvað gerðist.

Lenínstyttan í Seattle fær að standa óáreitt

Það er kannski dæmigert og samtíðis hæðnislegt að í Seattle stendur stytta af Lenín sem Bandaríkjamaðurinn Lewis E. Carpenter keypti á skransölu í Tékkalandi 1989 og flutti til Seattle. Hann lést 1995 og hefur styttan beðið nýs eigenda í Fremont við Seattle í 25 ár og er orðin eitt af táknum staðarins. 

Eyðilögðu styttur af heilögum Junipero Serro og rithöfundinum Cervantes sem hnepptur var í þrældóm vegna kristinnar trúar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila