Þjónar engum tilgangi að eyðileggja styttur fyrir málstað

Það þjónar ekki nokkrum tilgangi að eyðileggja styttur til þess að koma einhverjum málsstað eða réttindabaráttu á framfæri og er eingöngu til þess fallið að skemma minjar að óþörfu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Snæs Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnlaugur segir að líklegt sé að þeir sem skemmi styttur hafi líklega ekki hugsað hlutina alla leið því að stytturnar geti frekar nýst í baráttunni á annan hátt

það er miklu líklegra til árangurs að leyfa styttum sem fólk tengir við eitthvað slæmt að standa áfram því þá minna þær á hvernig hlutirnir hafi verið áratugum eða öldum áður og þannig minnt á óréttlætið eða það sem menn tengja þær við og þannig komið þeirri hugsun að hvernig farvegi fólk vill ekki að samfélagið sé“,segir Gunnlaugur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila