Atvinnuástandið á Suðurnesjum gæti leitt til fátæktar – Grafalvarlegt ástand

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Gríðarlegt atvinnuleysi á Suðurnesjum getur leitt til þess að fjölmargir gætu lent í gildru fátæktar og því er brýnt að gripið verði inn í. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn segir að ekki bæti úr skák bann við grásleppuveiðum:

þetta er ekki sérlega gæfulegt þegar ráðherra norðan heiða tekur svona á málum, að fólk á Vesturlandi og Suðvesturhorninu og í Suðurkjördæmi líður fyrir þetta á meðan hans eigin skjólstæðingar fá að veiða öll 4000 tonnin sem hann ætlaði að heimila veiðar á, hann hafði tölur um þetta frá Fiskistofu svo það hlýtur að vera að Fiskistofa hafi nákvæmlega vitað hvað væri að gerast“,segir Guðbjörn.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila