Nýr sendir Útvarps Sögu tekinn í notkun – Tíðni fm 102,1

Nýr sendir Útvarps Sögu var gangsettur í morgun og því er nú hægt að ná útsendingum stöðvarinnar á ný á tíðninni 102,1.

Með nýja sendinum stækkar útsendingarsvæði Útvarps Sögu á suðvesturhorninu og Suðurnesjum, Keflavíkurflugvelli, Vogum, Grindavík, Þorlákshöfn og nærsveitum umtalsvert og því ættu allir sem vilja að geta hlustað á útsendingar okkar á tíðnunum fm 102,1 og á fm 99,4.

Útvarp Saga mun áfram halda að sækja fram og bæta útsendingarskilyrði á öðrum svæðum og bæta við nýjum á næstu mánuðum og er það liður í þeirri vinnu að ná til sem flestra staða á landinu. Á Selfossi og Suðurlandi er tíðnin 99,1 á Akureyri 101,3 og Húsavík 103,0.

Þá má einnig að sjálfsögðu alltaf hlusta á útsendingar okkar á vefsvæði okkar utvarpsaga.is.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila