Sundlaugin Ásgarði og Löður hlutu aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar

Sundlaugin Ásgarði og Löður hlutu aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar 2020

Sundlaugin í Ásgarði í Garðabæ og Löður hafa hlotið aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar en verðlaunin eru veitt þeim aðilum sem þykja hafa skarað fram úr með því að hafa gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Í umsögn Sjálfsbjargar um sundlaugina Ásgarði segir meðal annars

Í inniklefum karla og kvenna voru teknir í notkun nýir klefar fyrir fatlað fólk og ný lyfta fyrir hreyfihamlaða var sett upp á útisvæðinu til að komast í sundlaugina. Gott aðgengi er einnig í heita og kalda potta auk gufubaðs.“  Í viðurkennningu Sjálfsbjargar segir að allur búnaður og aðgengi í klefum og sundlaug séu fyrsta flokks.

Löður hlaut verðlaunin að þessu sinni vegna nýs smáforrits sem tekið hefur verið í notkun sem bæti aðgengi þeirra sem hreyfihamaðir eru til mikilla muna en í umsögninni um appið segir

Hægt er að greiða með appinu á öllum sjálfvirku stöðvum Löðurs, þú velur þá stöð sem þú ert staddur á úr listanum sem birtist og appið leiðir þig áfram þangað til stöðin fer í gang og þú færð þinn þvott.  Greiðslumátinn er að tengja debit / kreditkort við appið og / eða viðskiptakort Löðurs.Appið gerir viðskiptavinum okkar kleift að nýta sér sjálfsagða þjónustu eins og að þrífa bílinn en viðskiptavinurinn þarf aldrei að fara út úr bílnum heldur greiðir beint úr bílstjórasætinu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila