Svandísi Svavarsdóttur bent á vilja Rússa til þess að framleiða bóluefni fyrir Ísland – Ekkert dauðsfall rakið til Spútnik-5

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir hefur fengið erindi frá Hauki Haukssyni fréttaritara Útvarps Sögu í Rússlandi þar sem Svandísi er bent á þann vilja Rússa að vilja framleiða bóluefnið Spútnik-5 fyrir Ísland. En Rússar lýstu þessu yfir á blaðamannafundi í Moskvu á dögunum eftir að Haukur bar þá spurningu fram hvort Rússar væru tilbúnir að framleiða efnið fyrir Ísland.

Haukur sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag segir boltann núna vera hjá ráðerra og að það verði spennandi að sjá hver viðbrögð ráðuneytisins verða. Rússar hafa bent á að af þeirra hálfu muni viðskiptabann og aðrar deilur milli landanna ekki koma í veg fyrir bóluefnisframleiðslu fyrir Ísland, en frumkvæðið yrði að koma frá yfirvöldum á Íslandi og er nú málið á borði ráðherra sem fyrr segir.

Spútnik-5 light lítur dagsins ljós

Rússar hafa þróað nýja gerð af Spútnik-5 sem nefnist Spútnik light en þessi nýja gerð bóluefnisins er samkvæmt upplýsingum vægari en fyrra bóluefnið, auk þess er virkni þess nýja meiri. Þá kom fram í máli Hauks að litlar sem engar aukaverkanir hafi hlotist af Spútnik-5 og þá er enginn dauðsföll hægt að rekja til notkunar á bóluefninu. Munurinn á Spútnik-5 og öðrum bólefnum felst í því að Spútnik-5 er framleitt með öruggari þekktri aðferð en hin bóluefni eru í raun tilraunaefni sem framleidd eru með aðferð sem lítil reynsla er komin á.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila