Svar Pútíns við morðingjasýn Bidens: „Hann hefur horft í spegilinn“

Skál!
ваше здоровье!

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kommenterað eldfimt viðtal Biden í gær hjá George Stephanopoulos ABC en Biden sagðist sammála því, að Pútín væri „morðingi“. Pútín sagði það stundum vera fyrir menn eins og að „horfa í spegil“ að meta önnur ríki og var ekki laust við að gálgahúmor leyndist í svarinu. Með því að kíkja í spegilinn sjá menn sjálfan sig fyrir og þegar morðingi talar við spegilinn er hann meðal jafningja.

„Það þarf að vera maður til að þekkja annan og það er ekki bara orðatiltæki barna og brandari. Það er djúp sálræn merking í þessu. Við sjáum alltaf í annarri manneskju eigin eiginleika okkar og hugsum að hann sé eins og við. Þegar ég var krakki og við rifumst á leikvellinum sögðum við: Hvað svo sem þú segir um aðra þá gildir það um sjálfan þig.“ Pútín bætti við: „Ég óska ​​Biden góðrar heilsu. Og ég segi það án kaldhæðni, ekki sem brandara.“

Segir Pútín sálarlausan morðingja sem muni fá að borga dýrt fyrir afskipti af kosningum í Bandaríkjunum

Ummælin voru sett fram í rússneska sjónvarpinu í dag fimmtudag, einum degi eftir að ABC fréttaviðtal Biden fór í loftið en Biden fullyrti einnig, „að Pútín væri sálarlaus. Biden sagði að Pútín fengi að greiða dýru verði að vera að blanda sér í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Margir muna eftir hatursáróðri demókrata gegn Trump, að Trump væri prúðudúkka Pútíns, sem síðan kom að sjálfsögðu í ljós að átti við engin rök að styðjast.

„Verðið sem hann fær að borga sjáið þið innan skamms,“ sagði Biden í hótunartón. Biden vildi ekki segja, hvað hann meinti með þessari hótun. Biden minntist fundar síns við Pútín, þar sem Biden sagði við Pútín að hann „hefði enga sál.“ Pútín leit þá á Biden og sagði „Við skiljum þá hvern annan.“

Kreml kallaði heim sendiherra sinn í Bandaríkjunum seint á miðvikudag. Blaðafulltrúi Hvíta hússins reyndi að gera lítið úr ummælum Bidens um að Pútín væri „morðingi.“ „Forsetinn mun ekki halda aftur af samskiptum sínum við Rússland,“ sagði Psaki „Ríkisstjórnin mun taka aðra nálgun í sambandi okkar við Rússland en fyrri stjórn. … Við munum vera hreinskilin og koma beint að þeim málum, sem við höfum áhyggjur af. “

Viðtalið við Biden má sjá hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila