Samband Íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til þess að henda hugmyndum og ábendingum í framkvæmd

Meðal þeirra hugmynda eru að sveitarfélög kanni möguleika á að fresta a.m.k. tveimur gjalddögum fasteignagjalda, með sams konar hætti og ríkið kann að bjóða fyrirtækjum að fresta gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds, hjá einkafyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19. Sveitarfélög setji sér reglur um þau viðmið sem koma til greina við veitingu slíkra fresta. Horft verði til þeirra skilgreininga sem ríkið mun beita við slíkar ákvarðanir.

Þá eru lagðar fram hugmyndir sem lúta að ýmis konar framkvæmdum og þeim tengdum ” Ráðist verði í fráveituframkvæmdir eins fljótt og kostur er, enda fái sveitarfélög stuðning frá ríkinu sem nemur ígildi virðisaukaskatts vegna framkvæmdanna. “

Einnig er lagt til að farið verði í átak í atvinnumálum ” Það er sveitarfélögum kappsmál að standa vörð um störf á þeirra vegum þrátt fyrir horfur um versnandi fjárhagsstöðu á næstu misserum.”

Lesa má um tillögurnar og ábendingarnar í heild með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila