Sveitarfélög í Svíþjóð afneita kristindómnum: „Ekki verkefni sveitarfélaganna að vernda kristindóminn“

Biblían á ekki lengur uppi á pallborðið hjá því opinbera í Svíþjóð. Trúleysið breiðir úr sér í landinu og sum sveitarfélög telja það óþarfa peningasóun, að kaupa nokkur eintök af Biblíunni og leggja út á hjúkrunarheimili, elliheimili, bókasöfn og á opinberum stöðum. (Samsett mynd).

Í sveitarfélaginu Vaggeryd í Smálöndum í Suður-Svíþjóð, þar sem Móderatar leiða samsteypustjórn, kom fram sú tillaga, að eintak af biblíunni ætti að vera aðgengilegt í stjórnarráðshúsinu, á bókasöfnum og hjúkrunarheimilum, þar sem margir eldri og trúandi vistast. Svar sveitarstjórnarinnar var ákveðið NEI og vísað til þess að það sé „ekki á ábyrgð sveitarfélagsins“ að vernda menningu kristindómsins.

Að tillagan kom upp var vegna þess, að margar tillögur höfðu borist frá almenningi um að gera Biblíuna aðgengilega á opinberum stöðum. Embættismenn sveitarfélagsins sem undirbúa mál fyrir afgreiðslu sveitarstjórnarinnar lögðu til að svarið yrði nei, sem stjórnmálamennirnir fylgdu síðan.

Blaðið Dagen skrifar, að ekki nóg með að sveitarfélagið frábað sér ábyrgð á kristindómi, þá skrifaði leiðarahöfundur Jönköpings Póstsins, Csaba Perlenberg, að „banna ætti meðborgurum að taka tíma stjórnmálamanna fyrir jafn vitlausar tillögur.“

Samkvæmt Parlenberg er Biblían óþarfa peningasóun og stjórnmálamenn eiga að halda í peningana við meðhöndlun slíkra fáránlegra tillagna frá almenningi. Tafarlaust ætti að henda tillögum um að „troða“ Bíblíunni upp á íbúana. Frekar væri nær að nota peninginn til að hreinsa allt opinbert rými af Biblíum og stjórnmálamenn ættu að íhuga slíka Biblíuhreinsun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila