Sveitarfélögin hafa neitað byggingu 1 200 vindmylla í Svíþjóð

Hart er barist gegn vindmylluofforsi sænsku ríkisstjórnarinnar en skv. áætlun hennar á að vera búið að byggja átta þúsund vindmyllur fyrir 2040. Sumar stærri en Eiffelturninn í París. Með lokun kjarnorkuvera eru Svíar háðir öðrum löndum með rafmagn og olíuver kynnt allan sólarhringinn í Svíþjóð. (Wikimedia).

Sænska ríkisstjórnin leitar leiða að afnema neitunarvald sveitarfélaganna í orkumálum

Í Svíþjóð ræðir ríkisstjórnin, hvernig hún getur sniðgengið neitunarvald sveitarfélaganna í Svíþjóð, sem hafa neitað og þarmeð stöðvað byggingu 21% vindmylla. Ríkisstjórn krata og græningja hafa sett markmiðið að hafa 100% endurnýjunarbæra raforkuframleiðslu árið 2040.

Mikale Rubin bæjarstjóri Trelleborg segir í viðtali við sænska sjónvarpið „það sé ekki á borði sveitarfélagsins að taka ábyrgð á mistökum ríkisstjórnarinnar í orkumálum.“

Sænska ríkisstjórnin leggur ofurkapp á vindorku, sem er verður kjarninn í breytingunni yfir í 100% endurnýjunarbærrar orku ár 2040. Bæjarstjóri Trelleborg segir: „Við höfum frábært útsýni, 35 km langa strönd og það viljum við ekki eyðileggja með vindorkuverum. Við teljum mikilvægara að byggja undir ferðamannaiðnaðinn og þá sem heimsækja sveitarfélagið.“

Deilurnar aukast – „ekki á ábyrgð sveitarfélaganna að bera ábyrgð á misheppnaðri stefnu jafnaðarmanna í ríkisstjórn“

Núna eru um 4 000 vindmylluver í Svíþjóð. Til þess að ríkisstjórninni takist að ná markmiði sínu, þarf að reisa 4 þúsund vindmyllur til viðbótar eða 1-3 þúsund í hafinu við ströndina skv. sænsku Orkustofnuninni. Það er aðallega í Suður-Svíþjóð, sem reisa þarf vindorkuver, þar er orkuþörfin mest.

Mikael Rubin segir, að það sé ekki vandamál Trelleborg: „Ríkisstjórnin hefur tekið svo rangar ákvarðanir varðandi orkuframleiðsluna í Svíþjóð, að við verðum að keyra olíuknúna rafstöð í Karlshamn. Það er ekki á okkar herðum að bera ábyrgð á misheppnaðri orkustefnu ríkisstjórnarinnar.“

Samtals hafa sveitarfélög víða um landið stöðvað byggingu samanlagt 1 223 vindorkuvera frá 2014 til 2020. Sá fjöldi mótsvarar 21% af öllum umsóknum um byggingu vindmylla.

Simon Haikola lektor í tækni og félagsbreytingum hjá háskólanum í Linköping, segir í viðtali við sænska sjónvarpið, að deilurnar milli íbúa sveitarfélaganna og raforkuiðnaðarins munu aukast, þegar byggja á út vindkraftinn í Svíþjóð: „Ég sé, að það er grundvallardeila annars vegar á milli svæðisbundna staðarinns og íbúanna þar og hins vegar þjóðlegra hagsmuna jafnvel alþjóðlegra hagsmuna. Þessi grundvallardeila verður stöðugt sýnilegri eftir því sem vindorkuverum fjölgar.“

Í tillögum ríkisstjórnarinnar er reiknað með að hluti tekna af vindorkuverunum renni tilbaka til sveitarfélagasins en Rubin, bæjarstjóri segir við sænska sjónvarpið:

„Ein slík tillaga er í gangi en peningar eru ekki allt. Stundum þarf að velja eitthvað burtu til þess að geta valið eitthvað annað.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila