Svíar búnir að fá nóg – 58% Svía vilja fækka innflytjendum til landsins – 8% að þeim verði fjölgað

Svíar eru búnir að fá upp í kok af öllum glæpaklíkum og ofbeldi sem fylgt hefur hömlu- og eftirlitslausum innflutningi hælisleitenda til landsins undanfarin ár. Meirihluti hefur verið fyrir því meðal Svía í áratugi að stöðva aukningu á og fækka innflytjendum til landsins en stjórnvöld hafa hunsað þann vilja. Þess vegna kemur það engum á óvart að þeim fjölgar í Svíþjóð sem vilja minnka fólksinnflutninginn og fylgi þeirra sem vilja auka á innflutninginn er kominn niður í 8% eftir að hafa verið á milli 20-30% í hálfa öld. Í nýrri skoðanakönnun sem Sifo gerði fyrir Sænska Dagblaðið vilja tæplega 60% Svía fækka innflytjendum en einungis 8% Svía fjölga innflytjendum til landsins (sjá mynd).

Spurt var: Eiga Svíar að breyta lögum og reglum þannig að tekið sé á móti færri, jafn mörgum eða fleiri innflytjendum?

Toivo Sjören yfirmaður Sifo segir í viðtali við Sænska Dagbladet að skýringin á aukinni andstöðu Svía við öllum fólksinnflutningunum geti m.a. verið sú að spurningin hafi verið uppi á borðinu hjá innflytjendanefndinni en umræður stjórnmálaflokkanna þar fór út um þúfur í sumar vegna ósættis. Þá eru málefni innflytjenda samofin afstöðunni til laga og reglna sem hefur verið hátt skrifuð af Svíum á undanförnum árum.

Afstaða sænsku flokkanna til spurningarinnar um að breyta lögum til að taka við fleiri, jafnmörgum eða færri hælisleitendum.

Yfirvöld framkvæma stefnu sem gengur þvert gegn vilja meirihluta þjóðarinnar

Þessi afstaða meirihluta Svía stendur í skærri mótsögn við stefnu ríkisstjórnar Svíþjóðar í innflytjendamálum sem allan tímann dylur raunverulegar tölur innflytjenda í opinberum umræðum.

Hluti þeirra Svía sem vilja auka fólksinnflutning til landsins hefur verið á milli 20-30% í meira en hálfa öld og er núna komið niður í 8%. Samt sem áður hafa yfirvöld aukið innflutninga fólks til Svíþjóðar á hverju ári. Höfundur tístsins er afar ósáttur við það og segir að „með lygum, þöggun, fegrun á ástandinu og refsiaðgerðum hafa yfirvöld reynt að brjóta niður andstöðuna við samfélagsbreytinguna.“
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila