Svíar sektaðir sem neita að láta bólusetja sig með AstraZeneca – „rukkaðir fyrir banana þegar ekki var til kjöt”

Rolf Jäderberg í Kalmar er óhress með, að yfirvöld leyni fyrir Svíum, hvaða bóluefni þeir fá, þar til að þeir eru sestir í stólinn til að láta bólusetja sig. Mjög margir vilja ekki bóluefni AstraZeneca.

Mikil reiði ríkir meðal Svía yfir því að geta ekki fengið að vita fyrirfram hvaða bóluefni er í sprautunni, þegar þeir eru bólusettir. Rolf Jäderberg í Kalmar líkir ástandinu við kommúnistaríki, að yfirvöld upplýsi ekki um hvaða bóluefni eru notuð. Fólk fær fyrst að vita um bóluefnið, þegar það situr í stólnum og á að fá sprautuna. Margir snúa frá, þegar kemur í ljós að bóluefni AstraZeneca er notað. Rolf spyr:

Af hverju fáum við ekki að vita, hvaða bóluefni er verið að nota fyrr en við erum komin á staðinn?

Yfirvöld Kalmars léns í Svíþjóð krefjast þess, að þeir einstaklingar sem neita að láta bólusetja sig með bóluefni AstraZeneca, greiði 200 kr sænskar sem er það gjald sem fólk þarf að greiða ef það mætir ekki á umsömdum tíma hjá heilsugæslustöðvum.

Ekki hægt að rukka fyrir vöru sem haldið er leyndri frá hvaða framleiðanda er

Sænska sjónvarpið segir frá pari sem þurfti að greiða 400 krónur sænskar eftir að hafa hætt við bólusetningu, þegar þau fréttu, hvaða bóluefni var í boði. Þau hafa hafa kært yfirvöld fyrir vörusvik og líkja stöðunni við það að farið sé í kjötverslun sem selur kjöt en vera rukkaður fyrir banana sem maður vildi ekki fá í staðinn:

„Ef ég fer út í búð til að kaupa kjöt en þar er bara boðið upp á banana, þýðir það ekki að það sé hægt að senda mér reikning fyrir vöruna sem ég kom ekki til að kaupa, þ.e.a.s. vöruna sem sölumaðurinn hélt leyndri fyrir mér frá hverjum hún væri,” skrifa kærendur í ákærunni.

Yfirvöld segja að vegna síbreytilega birgða bóluefna sé „ómögulegt” að upplýsa um það fyrirfram, hvaða bóluefni verði í sprautunni, slíkt verði einungis gert á staðnum á því augnabliki, þegar verið er að nota bóluefnið. Að fólk afþakki ákveðna tegund og snúi á braut megi jafna við að mæta ekki á umsömdum tíma á heilsugæslustöðvum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila