Svíar stöðva bólusetningu með Astra Zeneca

Anders Tegnell hringsnýst varðandi AstraZeneca og stöðvar núna bólusetningar med bóluefni fyrirtækisins.

Sænska Lýðheilsan hefur ákveðið að stöðva allar bólusetningar í Svíþjóð með bóluefni AstraZeneca. Þetta tilkynnti Lýheilsan á blaðamannafundi í dag. „Þessi ákvörðun er tekin sem öryggisráðstöfun“ segir Anders Tegnell smitsjúkdómasérfræðingur ríkisins. Lýðheilsan skrifar í tilkynningu að ákvörðunin muni gilda, þar til lyfjastofnun ESB, EMA, hefur lokið rannsóknum á meintum aukaverkunum í fyrirliggjandi dæmum um blóðtappa og blæðingar hjá einstaklingum bólusettum með Astra Zeneca. Vonir standa til, að þær rannsóknir leiði í ljós, hvort sjúkdómar og andlát eru orsökuð af bóluefninu eða ekki og ákvarðanir teknar um framhaldið út frá því.

Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bólusetningu í Svíþjóð, segir við sænska sjónvarpið, að þeir sem hafa fengið bólusetningu og sýna engin merki aukaverkana geti verið rólegir: „Mér skilst af Lyfjastofnuninni að þessar aukaverkanir sjáist mjög fljótt en þær eru óvenjulegar. Það er ekki hægt að leyfa það, að aukaverkanir komi fram hjá yngri, heilbrigðum einstaklingum.“

Jacob Lund talsmaður AstraZeneca á Norðurlöndum vill ekki segja neitt um viðbrögð fyrirtækisins við þeim aukaverkunum sem greint hefur verið frá. „Við meðtökum ákvörðunina og virðum að yfirvöld sérhvers lands taka eigin ákvarðanir út frá staðbundnum aðstæðum.“

12 762 ný smit síðan á föstudag í Svíþjóð

Farsóttin æðir áfram í Svíþjóð. Yfir helgina smituðust 12 762 Svíar af veirunni og 26 létu lífið. Þar með eru dánartalan í Svíþjóð komin upp í 13 172 manns.

Fjöldi látinna á Norðurlöndum

Svíþjóð 13 172
Danmörk 2 394
Finnland 800
Noregur 640
Ísland 29
Færeyjar 1
Grænland 0
Álandseyjar 0

Samtals 17 036 manns látnir á Norðurlöndum. Svíþjóð sker sig algjörlega frá öðrum með 3,4 sinnum fleiri dauðsföll en öll önnur Norðurlönd samanlagt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila