Svíar treysta leiðtogum stjórnarandstöðunnar betur en forsætisráðherranum

Ebba Busch formaður Kristdemókrata t.v., Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata í miðju og Ulf Kristersson formaður Móderata t.h. Öll njóta þau meira trausts en forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven.

Í nýrri könnun Demoskops nýtur Ulf Kristersson formaður Móderata mest trausts hjá 44% Svía, þar næst kemur Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata með 38% og í þriðja sæti er Ebba Busch formaður Kristdemókrata með 35%. Þau eru öll formenn stjórnarandstöðuflokka í Svíþjóð. Forsætisráðherrann Stefan Löfven, formaður Sósíaldemókrata kemur fyrst í fjórða sæti með 32%. Könnun Demoskop var gerð í byrjun febrúar.

Það gengur illa fyrir ríkisstjórnarflokkunum og traust Svíar minnkar stöðugt til leiðtoga þeirra. Undanfarin ár hefur bjartsýni Svía um framtíðina vikið fyrir aukinni og ráðandi svartsýni. Árið 2015, þegar flestir hælisleitendur komu til landsins, þá tók bjartsýnin mikla dýfu en náði sér aftur aðeins á strik 2017/18 sérstaklega hjá konum fyrir kosningarnar. Eftir það hefur svartsýnin á ný tekið yfir samfara glæpvæðingu í landinu og svo kórónufaraldrinum. Ef þróunin heldur áfram á þessarri braut gæti farið svo að stjórnarandstöðuflokkarnir fái hreinan meirihluta í kosningunum á næsta ári 2022.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila