Formaður Svíþjóðardemókrata: ”Björgum landinu”

Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðademókrata

Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðademókrata  sagði í ávarpi til sænsku þjóðarinnar  að hann væri reiður vegna þess að Svíar þurfi núna að hafa áhyggjur af því, hvort þeir fái sjúkragæslu þegar kórónasmitið breiðir úr sér um samfélagið. Skv. Jimmy er þegar hætt við aðgerðir sem gætu bjarga lífum: 


”Þetta er alvara en við höfum getuna til að leysa málið. Ég undrast sjálfur yfir því, hvers vegna það var sagt í byrjun að engin hætta væri á smitdreifingu í Svíþjóð? Hvers vegna var sagt, að börn og ungir myndu ekki smitast, hvers vegna voru ferðir frá stjórnlaust smituðum svæðum leyfðar fram á síðustu stundu, hvers vegna var fyrst lokað á ferðir til okkar eftir að smitið hafði náð fótfestu í landi voru? 
Það gerir mig afskaplega reiðan að við með okkar háu skatta í Svíþjóð þurfum engu að síður að óttast um það, hvort við fáum lækningu. Það gerir mig afar reiðan að sjá, að starfsfólk sjúkrahúsanna vanti nauðsynlegan öryggisútbúnað, að undirbúningur okkar lands er svo langt á eftir að það liðu ekki margir dagar áður en lagerinn var tæmdur. 


Það er alvara á ferðum og við höfum getuna þar sem við skuldum ekki svo mikið. Það getur þýtt að við verðum að tvöfalda ríkisskuldir en ég sé engan annan möguleika. Við getum ekki haldið áfram að gefa burtu 120 miljónir kr. daglega, næstum 50 milljarði (sek) króna til annarra landa árlega. Peningana vantar hér og nú.”

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila