„Svíþjóð er hásæti íslamavæðingarinnar“

Það fer vel á með jafningjunum Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar og Hassan Rohani æðstapresti Íran. Danska Folkeparti segir Svíþjóð vera „hásæti íslamavæðingarinnar.“

Kristian Thulesen Dahl, leiðtogi danska Folkeparti, deilir hugsunum sínum vikulega í bréfi til flokksmeðlimanna. Venjulega er fjallað um það sem hæst ber á líðandi stundu í Danmörku eða innan ESB. En núna varar hann við íslamavæðingu Danmerkur og lýsir Svíþjóð sem „hásæti íslamvæðingarinnar.“

Thulesen Dahl hefur lengi verið í framvarðalínunni í baráttunni gegn íslamavæðingunni. Hann hefur áður bent á að íslamavæðingin er ein af aðalmálum danska Folkepartiet. Hann skrifaði í vikubréfi þegar 2019:

„Við höfum séð í Svíþjóð, hvernig fjöldi innflytjenda getur haft áhrif á eitt land. Svíþjóð verður trúlega aldrei aftur það sem það var. Það væri hrikalegt ef Danmark gengi á vit sömu örlaga.“

Segir Thulesen Dahl í bréfinu hvernig Inger Støjberg fyrrum innflytjendaráðherra hafi verið meðhöndluð á óréttmætan hátt af flokki sínum, borgaralega Venstre, sem dró hana fyrir ríkisrétt vegna ákvarðana hennar sem ráðherra. Segir Thulesen Dahl að Støjberg sé traustur samstarfsaðili og trygging fyrir aðhaldi í innflytjendamálum sem vinni gegn íslamavæðingu Danmerkur. Hann skrifar:

„Við höfum í sameiningu gegnum árin tekið hundruði ákvarðana sem tryggir að við fáum ekki sömu þróun og í hásæti íslamavæðingarinnar Svíþjóð.“

Hann óttast að eftir að Støjberg hefur verið ýtt út í kuldann af Venstre, þá muni margar af þeim ákvörðunum, sem teknar voru sameiginlega, missa marks. Telur hann að stefnan „Færri inn – fleiri út“ sem verið hefur virk síðan 2015 muni breytast.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila