Fólksinnflutningurinn gæti leitt til þess að „Svíþjóð leysist upp”

Prófessor Tommy Möller

Sænski prófessorinn Tommy Möller skrifar í Dagens Industri að ef aðlögun ”fjölmenningarinnar” haldi áfram á jafn slæman hátt og hingað til muni lýðræðið og velferðarsamfélagið Svíþjóð leysast upp. Tommy Möller starfar sem prófessor í stjórnmálafræðum við háskólann í Uppsala.

Hann segir að ”hinn umfangsmikli fólksinnflutningur og áhrif hans á íbúana” muni einkenna stjórnmál landsins um langan tíma í framtíðinni. Áhrif eins og vandamál í heilsugæslu og skólum, sveitarfélög sem ganga á hnjánum vegna hærri framfærsluútgjalda, gríðarlegur húsnæðisskortur og glæpir glæpagengja skilja eftir spor. Þetta er sú mynd sem Svíþjóðardemókratar hafa af raunveruleikanum og sú sama sem sífellt fleiri Svíar eru sammála.

Fjölmenninging gæti að auki leitt til „menningarátaka” í landinu eins og gerst hefur í sveitarfélögum undir stjórn Svíþjóðardemókrata, sem reynt hafa t.d. að sniðganga marxískar listir.

”Því miður felast meiri og því miður óhugnanlegri átök í fjölmenningunni. Ef ekki tekst betur með aðlögun nýkominna þá er hættan sú, að það kítti sem heldur saman lýðræðislegu velferðarsamfélagi eins og okkar, leysist upp.”

Prófessorinn telur að tillitssemi fólks hvert við annað sem hefur byggt upp Svíþjóð sé að hverfa m.a. vegna alls fólksinnflutnings. Möller segir að margir sem flytjast til Svíþjóðar sýni ”litla félagslega tillitssemi. Í versta falli er grafið undan skilyrðunum fyrir sjálfu lýðræðinu.”

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila