Heimsmálin: Hryðjuverkamaður sem myrti fjölda fólks á götu í Svíþjóð kvartar undan slæmum aðbúnaði í fangelsi

Rakhmat Akilov sem myrti fjölda fólks telur á sér brotið í sænsku fangelsi

Hryðjuverkamaðurinn Rakhmat Akilov sem myrti fimm einstaklinga og stórslasai fjórtan með því að aka vörubifreið viljandi á hóp gangandi vegfarenda á Drottningargötunni í Svíþjóð hefur sent erindi til mannréttindayfirvalda í Svíþjóð vegna meints slæms aðbúnaðar í fangelsinu þar sem hann er vistaður.

Þetta kom fram í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að á sama tíma og hryðjuverkamaðurinn láti raðkvörtunum sínum yfir flestu í fangelsinu rigna yfir mannréttindayfirvöld sé verið að vísa einu af fórnarlömbum hans sem missti fót í árásinni úr landi.

Rétt er að geta þess að aðbúnaður í sænskum fangelsum er talinn vera til fyrirmyndar sé miðað við önnur Norðurlönd. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila