Svíþjóð hættulegasta landið í Vestur-Evrópu samkvæmt Numbeo

Mynd eftir sprengingu í Linköping 7. júní 2019. 20 Mesta mildi að enginn dó í sprengingunni en 20 særðust og farið var með 7 á sjúkrahús.

Samkvæmt Numbeo er Svíþjóð talið hættulegasta landið í Vestur-Evrópu og aðeins Úkraína er hættulegra land í allri Evrópu. Samkvæmt glæpavísitölu í 40 löndum er Ísland í 36. sæti.

Taflan gildir fyrir 2020 og er Svíþjóð næst versta landið í Evrópu varðandi bæði afbrot og hvernig fólk upplifir öryggi sitt. Í Úkraína þar sem ríkt hefur styrjaldarástand gagnvart Rússlandi er versta landið í allri Evrópu. Samkvæmt þessu er Svíþjóð óöruggast allra Norðurlanda að lifa í en grannlandið Finnland fjórða öruggasta landið að lifa í fylgt af Íslandi í fimmta sæti yfir lönd þar sem öruggt er að lifa í Evrópu.

Numbeo er óháður rannsóknaraðili sem oft er opinberlega vitnað í um ýmis mál t.d. styðjast breskir fjölmiðlar oft við Numbeo í samanburði milli landa. Numbeo útskýrir töfluna á eftirfarandi hátt:

„Glæpavísitalan er mat á samanlögðum afbrotum í ákveðinni borg eða landi. Glæpi undir 20 teljum við vera mjög lága, á milli 20-40 lága, á milli 40-60 sem meðaltal, á milli 60-80 sem mikla og að lokum glæpi yfir 80 sem afar mikla. Öryggisvísitalan er andstaða glæpavísitölunnar. Ef t.d. borg hefur háa öryggisvísitölu er talið mjög öruggt að lifa þar.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila