Fyrrum forstjórar Sjúkrasamlags Svíþjóðar segja ”þjóðskrána nánast ónýta”

Þrír fyrrum forstjórar Sjúkrasamlags Svíþjóðar – Försäkringskassan – skrifa í DN að óreiða og svindl sé að eyðileggja sænska velferðarkerfið, sem standi og falli með því, að þeir sem greiða og fá borgað séu heiðarlegir. Kerfið hafi virkað þar til Svíþjóð gekk með í ESB 1995 en þá fengu allir íbúar aðildaríkja ESB allt í einu rétt til að búa í Svíþjóð. Næsta áfall kom þegar Svíþjóð gekk með í Schengen og landamærin og eftirlitið með hverjir kæmu til landsins hurfu. Í bæði skiptin heyrðust gagnrýnisraddir en ekkert var gert. Í staðinn voru þeir sem vildu láta endurskoða sjúkratryggingakerfið gagnrýndir eins og t.d. Göran Persson, þegar hann sagði að frjáls flutningur fólks gæti leitt til „félagsbótaferðamanna.“

Þeir Stig Orustfjord, Gunnar Johansson og Erik Kärnekull skrifa:

Við höfum fjöldann allan af persónunúmerum sem veita rétt til heimilisbóta til fólks sem ekki hefur styrkt uppruna sinn. Sænsku ríkisfangi hefur verið deilt út til fólks sem við vitum ekki hver eru og hafa í mörgum tilvikum fengið fleiri sænsk auðkenni.

Þar að auki sýnir það sig, að Svíþjóð skortir eftirlit með hverjir fara úr landi sem samt sem áður halda eftir heimilisbótum og flytja peningana með beingreiðslu til erlendra banka án þess að neitt sé kannað. Þetta skapar enn stærri vandamál.

Vegna uppljóstrana á liðnum árum um svindl í kerfinu er ljóst að það er opið mark fyrir þá sem vilja misnota félagstryggingarnar. Misnotkun kerfisins leiðir að lokum til þess að minna er til fyrir þá sem mest þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Þrátt fyrir þessa afar erfiðu stöðu virðast stjórnmálaflokkarnir jafn lamaðir frammi fyrir vandamálunum í dag eins og þegar Svíþjóð gekk með í ESB, við inngönguna í Schengen eða þegar ESB stækkaði til austurs.“

Segja þremenningarnir að ef stjórnmálamenn leysi ekki vandann með persónunúmer og heimilisbætur verði ómögulegt að halda uppi öflugum, félagstryggingum. M.a. leggja þeir til fyrirvaralausar heimsóknir til heimila og vinnustaða. Annars muni tortryggni og klofningur aukast enn frekar milli mismunandi félagshópa.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila