Heimsmálin: Kirkjur, lögreglustöðvar og börn skotmörk glæpagengja í Svíþjóð

Í síðustu viku voru gerðar þrjár sprengjuárásir á mismunandi stöðum í Stokkhólmi, en meðal skotmarka í sprengjuárásunum voru meðal annars lögreglustöðvar og kirkjur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag.

Gústaf segir glæpagengin engu eira en þau hafa meðal annars skotið á börn sem tengjast öðrum glæpagengjum sem teljist andstæðingar

það var til dæmis fyrir skömmu 13 ára drengur skotinn af einu genginu, en hann var í öðru gengi“,segir Gústaf.

Hann segir gengjamyndun hafa aukist með auknum innflutningi á fólki og að þeir sem gagnrýni þessa þróun sé þaggaðir niður af sænskum stjórnvöldum sem séu í nánu samstarfi við Google um að eiða “óæskilegum skoðunum” af vefnum.

Gústaf nefndi sem dæmi um þöggunina sjónvarpsstöð sem allt í einu hefði verið kippt úr sambandi

fólkið sem rak þessa stöð sáu allt í einu tíu ára starf fara í vaskinn en þau hafa verið að taka viðtöl við fólk sem gagnýnt hefur þessa þróun í samfélaginu, það var bara slökkt á þeim si svona“,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila