Ulf Kristersson segir árangur gegn COVID-19 á elliheimilum í Svíþjóð vera „hryllilegan”

Ulf Kristersson, formaður Móderata í Svíþjóð, gagnrýnir harðlega kórónusmit á elliheimilum í Svíþjóð

Töluvert er rætt í heiminum hvernig aðferð Svíþjóðar s.k. „hjarðónæmi” slær út. Nú tekur formaður Móderata Ulf Kristersson blaðið frá munninum og segir Svía hafa hrapallega mistekist í baráttunni gegn heimsfaraldrinum og sérstaklega varðandi smit aldraðra á elliheimilum í Svíþjóð.

Í nýlegu viðtali við Expressen segir Kristersson að hann sjá enga „skýra stefnu” í baráttunni gegn kórónuveirunni:

„Ég get ekki séð nein aðra stefnu en þá að halda sjúkrahúsunum gangandi til að vinna sín mikilvægu störf og það finnst mér hafa tekist nokkuð vel. Stór hluti dánartala er vegna smitdreifingar á elliheimilum og það eru algjör mistök. Svo mikil að erfitt er að skilja það eftirá. Það er alldeilis ljóst að ef smit geisar í landinu og starfsfólk sem vinnur með öldruðum er ekki skimað né þeir sem koma í heimsókn og heimsóknarbann kemur of seint, þá er augljós hætta á að smit dreifist inn á elliheimilin og það er einmitt það sem hefur gerst. Mér finnst það hryllingur.” 

Blæs á stefnu fv. forsætisráðherra Fredrik Reinfeldt í innflytjendamálum og segir það þvælu að ekki megi ræða við Svíþjóðardemókrata

Ulf Kristersson segir að það ranga stefnu að setja ekki þak á hversu marga hælisleitendum eitt land getur tekið á móti. Þegar Fredrik Reinfeldt flokksbróður Ulf Kristerssonar og fyrrum forsætisráðherra hélt fræga ræðu og bað Svía um að „opna hjörtun” og taka á móti óskilgreindum fjölda innflytjenda, þá mátti ekki ræða takmörkun á innflutningi til Svíþjóðar. Þetta segir Kristersson vera kolranga stefnu og setja Moderatar í dag kröfur bæði um hámarksfjölda innflytjenda og að viðkomandi geti séð fyrir sér sjálfur.


Kristersson segir einnig að það sé algjört blaður að ekki megi ræða við Svíþjóðardemókrata en Sósíaldemókratar hafa klofið sænsku þjóðina í herðar niður með slíku boði:


Það er óeðlilegt að útlika tvo flokka frá öllum umræðum, þessi þvæla var í gangi fram að kórónukreppunni. En ef menn setjast niður og ræða erfiða hluti fyrir landið í hverri viku og Jimmie, Stefan, Ebba og Nyamko tala hvert við annað, þá er ekki hægt að koma síðan og látast sem að tveir flokkar eigi að vera útfrystir og fá ekki lengur að vera með.”

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila