Forstjóri Innflytjendastofnunar Svíþjóðar: „Svíþjóð er griðarstaður hryðjuverkamanna“

Forstjóri Innflytjendastofnunar Svíþjóðar Mikael Ribbenvik

Innflytjendastofnun Svíþjóðar vill breyta lögum, þannig að hryðjuverkamenn sem í dag nota Svíþjóð sem ”örugga höfn” geti ekki gert það lengur. Í dag er ástandið þannig að þeim sem vísað er út úr landi, eru áfram í landinu á kostnað skattgreiðenda, þrátt fyrir útvísun.

Eftir mörg ár gríðarlegra fólksinnflutninga til Svíþjóðar hefur Innflytjendastofnun Svíþjóðar ”Migrationsverket” komist að þeirri niðurstöðu ”að það sé óhæft að gefa burðugum hryðjuverkamönnum griðarstað í Svíþjóð.”  Mikael Ribbenvik forstjóri Migrationsverket greindi frá þessu á þriðjudag. Finnst honum eins og flestum Svíum það vera algjör óhæfa að hryðjuverkamenn geti eins og hverjir aðrir búið áfram í Svíþjóð.

”Þrátt fyrir útvísunarákvörðun eru þeir áfram í landinu á svipuðum kjörum og allir aðrir í samfélaginu. Lög dagsins eru óréttlát og mjög særandi fyrir flest fólk. Það er afskaplega mikilvægt að fá ný lög eins fljótt og hægt er, lög sem skýrt kveða á um að Svíðþjóð er alls engin örugg höfn fyrir hryðjuverkamenn” skrifar Ribbenvik í grein í Dagens Nyheter.

Samkvæmt sænska útvarpinu sló Svíþjóð nýtt met í fyrra í fjölda hælisleitenda sem leynilögreglan telur ógna öryggi ríkisins samtals 121 manns. Svíþjóð sendir engan tilbaka til landa þar sem viðkomandi á yfir höfði sér pyndingar, dauðadóm eða niðurlægjandi meðhöndlun. Þar með eru innfluttar ógnir við öryggi Svíþjóðar daglegt brauð sem Innflytjendastofnun nú vill stöðva. Algengt er að hryðjuverkamenn fái tímabundið landvistarleyfi og geta sótt um vinnu, þegið félagsbætur, húsnæðisbætur, foreldrabætur og almennt lifibrauð á kostnað skattgreiðenda.

Innflytjendastofnunin vill láta setja hryðjuverkamenn á ”biðlista” þar til útvísun er framkvæmd. Á meðan nytu þeir ekki lífskjara eins og saklausir borgarar eins og gildir í dag.

”Þetta eru persónur sem ógna öryggi Svíþjóðar og í ýmsum tilvikum stríðsglæpamenn. Tími er kominn að velja leið, því útvísanir hafa lítil sem engin áhrif. Þess í stað verður Svíþjóð ákjósanlegara land fyrir fólk af þessu tagi sem við teljum afskaplega óheppilegt.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila