Fyrrum forstjóri Scania varar við innanríkisstyrjöld í Svíþjóð

Leif Östling fyrrverandi forstjóri Scania

Innflytjendamálin og vandamálin í úthverfunum hafa gengið svo langt að það getur endað í stríði í Svíþjóð segir Leif Östling fv. forstjóri Scania í viðtalinu. Um innlytjendastefnuna og afleiðingar hennar segir hann:

”Málið er einfalt og snýst um að hafa tekið á móti allt of mörgu fólki frá útlöndum. Og það höfum við gert. Þeir sem koma frá Miðausturlöndum og Afríku búa í samfélagi sem við yfirgáfum fyrir tæpum 100 árum síðan.”

Þegar Östling vann hjá Scania vann fólk frá Miðausturlöndum og Afríku hjá fyrirtækinu en þá var ekki eins flókin tækni og er í dag.

”Það var einfaldara fyrir fólkið að skilja og líktist frekar eigin reynslu þess. En samt var það erfitt fyrir marga að taka málin til sín og skilja þau. Við höfðum menn frá Sómalíu í Oskarshamn um hundrað manns og þeir réðu ekki alveg við þetta. T.d. að þurfa að mæta í vinnu á réttum tíma, því átti maður ekki að venjast. T.d. að vinna saman í teymum, því átti maður heldur ekki að venjast. Af hundrað manns náðu bara tíu að vinna áfram, hinir fóru aftur út í atvinnuleysið.”

Östling telur innflytjendavandamálið “risavaxið” og að Svíþjóð vanmeti það þekkingarleysi sem fyrirfinnst. Hann telur að Svíþjóð geti ekki tekið á móti fleiri innflytjendum ”af þessum hópum fólks”.

Sem svar við spurningunni um hvort hægt verði að leysa þjóðfélagsvanda Svíþjóðar á næstu tíu árum svarar Östling:

 ”Það held ég. Það getum við, það verðum við að gera. Því ef þetta heldur áfram getum við endað í stjórnlausu ástandi, þar sem við verðum að kalla til herinn og það verður stríð í landinu, í þessum svo kölluðu útsettu svæðum ” segir hann í Swebbtv og bendir jafnframt á að tíminn sé afar naumur til að raunverulega geta leyst vandann.

Sjá má viðtalið með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila