Heimsmálin: Hriktir í stoðum ríkisstjórnar Svíþjóðar vegna innflytjendamála

Ríkisstjórnin í Svíþjóð rær nú lífróður en hún hefur átt undir högg að sækja vegna afstöðu sinnar í innflytjendamálum. Hart hefur verið sótt að ríkisstjórninni og er alls óljóst hvort hún standi af sér storminn. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason sem búsettur er í Stokkhólmi um stöðu mála en hann segir gagnrýnina fyrst og fremst snúa að mjög óskýrri stefnu í innflytjendamálum

það er öllum hleypt hér inn án þess að kanna bakgrunn þeirra neitt, stjórnvöld vita ekkert deili á fólkinu sem kemur og ráða ekkert við þessi mál lengur, allt er komið úr böndunum“,segir Gústaf.

Eins og kunnugt er hafa lögregluyfirvöld um árabil þurft að takast á við mikla glæpaöldu og fjölda sprengjutilræða í landinu en oftar en ekki hafa erlendir glæpahópar komið þar við sögu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila