Yfirgnæfandi meirihluti Svía andvígur stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun flóttamanna til Svíþjóðar

Fáni innflytjendayfirvalda Svíþjóðar

Í nýrri könnun sem Novus hefur gert fyrir sænska sjónvarpið segja 63% að þeir vilji að Svíþjóð taki á móti færri hælisleitendum en áður. 19% vilja taka á móti jafnmörgum og áður og einungis 8% Svía vilja taka á móti fleiri flóttamönnum en áður. Í fyrra 2019 fengu 117. 913 manns landvistarleyfi og það sem af er árs hafa um 45 þúsundir fengið að flytja til Svíþjóðar og lítur allt út fyrir að innlfutningur verði svipaður ef ekki meiri í ár ef flóttamannastraumar munu aukast eins og sumir óttast. Á árunum 2010 – 2019 fengu að meðaltali 118.265 manns landvistarleyfi árlega í Svíþjóð.

Grár litur er árið 2018 og rauður litur ár 2020. Einungis 8% Svía vilja fá fleiri flóttamenn til landsins en tekið er á móti í dag.

16% Svía vilja ekki taka á móti einum einasta hælisleitenda en 11% segja að það eigi ekki að vera nein takmörk fyrir því, hversu marga Svíþjóð geti tekið á móti. 28% Svíum finnst allt í lagi að taka á móti allt að 10 000 flóttamönnum á ári og 8% segja að 20 000 manns séu hámarkið. 29% eru óvissir. Torbjörn Sjöström forstjóri Novus segir að mikill munur sé á skoðunum Svía milli 2018 og 2020 og hefur þeim fjölgað frá 78% upp í 82% sem vilja að Svíþjóð taki við færri eða jafnmörgum flóttamönnum en áður. Spurningin um að setja þak, mörk á innflutning fólks hefur marga óákveðna eða 29% sem Torbjörn Sjöström segir að megi skilja sem svo að þeir óákveðnu meini að „það sé verk stjórnmálanna að leysa málið.”

52% Svía vilja alls ekki að fleiri en 30 þúsund innflytjendum sé hleypt inn í landið árlega. Ef einungis er tekin afstaða þeirra sem voru ákveðnir hækkar hlutafallið upp í 80% sem vilja færri en 30 þúsund árlega. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila