Ávarp hans hátignar Carl XVI Gustaf Svíakonungs vegna kórónufaraldursins

Carl XVI Gustaf Svíakonungur

Miðvikudaginn 18. mars var haldinn auka ríkisráðsfundur í konungshöllinni með H.H. Carl XVI Gustaf Svíakonungi vegna kórónufaraldursins. Konungur bauð alla velkomna og flutti ávarp vegna ástandsins og sagði þá m.a. (í lausri þýðingu):


”Kórónaveiran hefur komið landi voru í erfiða stöðu.Margir eru áhyggjufullir: vegna heilsunnar, vegna ættingjana, vegna afkomunnar. Við erum í þeirri stöðu sem krefst ábyrgrar afstöðu vegna eigin hags og annarra. En erfið staða eins og sú sem við erum í núna býður einnig upp á möguleika; möguleikann að fá fram það besta í okkur sjálfum. Sem land og sem meðmanneskjur.Eigi skal lítið gert úr alvöru stundarinnar. En það finnast einnig góðar ástæður til vonar og væntingar.”


Lýsti konungur aðgerðum ríkisstjórnar og þings og hvernig launþegar og sjálboðaliðar störfuðu meðvitað saman við að takmarka útbreiðslu veirunnar.


”Þessar aðgerðir vinna virðingu vora og hvatningu.Samtímis taka milljónir Svía mikla eigin ábyrgð:Hætt er við athafnir og samveru sem hlakkað var til. Gangi hversdagsins og áætlunum er breytt. Og það er ekki gert í eigin skyni heldur af væntumþykju við samferðamenn. Svo að smitið berist ekki áfram. Já, við tökum öll eigin ábyrgð til að komast hjá eigin þáttöku í áframhaldandi smitun eða að smitast sjálf.” 


Að lokum sagði konungur:

”Við þurfum að hlusta á þau ráð sem yfirvöld gefa okkur af málefnalegri þekkingu. Varðar það sérstaklega þá eldri og aðra þá, sem af ýmsum ástæðum eiga á hættu að verða mjög veikir, ef þeir smitast.Ég og Drottningin og fjölskylda vor reynum af fremsta mögulega mætti að fylgja þessum ráðum.Nú þurfum við öll í Svíþjóð – þú og ég – að gera allt sem við getum til að hjálpast að. Styrkur okkar birtist í hæfileika okkar að taka sameiginlega ábyrgð.Í hvert sinn sem það gerist, í hvert sinn sem við veljum að sýna tillitssemi og gagnkvæmni, þá leggjum við vort af mörkum og höldum því besta með Svíþjóð á lofti – fyrir velgengni Svíþjóðar.”
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila