Svíakonungur: „Sprengjur og skotárásir vekja óhug meðal almennings – einnig óhug hjá mér og fjölskyldu minni”

Carl XVI Gustaf Svíakonungur

Í árlegri jólaræðu sinni á jóladag tók Carl XVI Gustaf Svíakonungur upp ofbeldisöldu glæpagengja í Svíþjóð: Við sjáum hvernig glæpir af ýmsu tagi skapa öryggisleysi í samfélagi voru. Sprengjur og skotárásir vekja óhug meðal almennings – óhug einnig hjá mér og fjölskyldu minni.”

Síðar í ræðunni sagði konungur: Ég vil einnig tala um börn og unglinga Svíþjóðar og alla þá sem starfa með þeim. Ég er fullviss um að sérhver manneskja þarf að sjást. Verður ekki af því, þá bregst viðkomandi ef til vill við því með því að gera allt sem hægt er til að sjást í staðinn. Það er eins og Hjalmar Söderberg kemst að orði í Doktor Glas: ´Maðurinn vill vera elskaður, í skorti á ást fá aðdáun, í skorti á aðdáun geta vakið hræðslu, í skorti á hræðslu geta vera hataður og fyrirlitinn. Maðurinn vill gefa manneskunni einhvers konar tilfinningar. Sálinni hryllir við tómarúminu.´

Einmitt þess vegna er það svo þýðingarmikið að þeir séu til sem vinna að því að byggja yfir ´tómarúmið´. Ég hugsa til allra ykkar kennara og æskulýðsleiðtoga sem hjálpið börnum og unglingum að finna sér stað í tilverunni – að trúa á sjálfan sig og hæfileika sína. Störf ykkar eru afgerandi fyrir framtíð Svíþjóðar.”

Konungur þakkaði lögreglunni, tollinum, embættismönnum réttarfarskerfisins og hermönnum fyrir störf þeirra ásamt öllum þeim sem vinna yfir jólin: Þetta fólk vinnur hart til að tryggja líf og öryggi annarra. Skyldurækni þeirra er ómetanlegur sjóður fyrir vort land.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila