Carl XVI Gustaf Svíakonungur stappar stálinu í Svía vegna kórónufaraldursins

Ræða hans hátignar Carl XVI Svíkonungs til Svíþjóðar vegna covid-19 faraldursins 5. apríl 2020. Foto: Sven-Åke Visén/SVT

Svíakonungur Carl XVI Gustaf ávarpaði sænsku þjóðina frá Stenhammar höllinni í Sörmland, þar sem hann og drottningin eru í einangrun vegna kórónuveirunnar. Konungur er yfir sjötugt og fylgir fyrirmælum Lýðheilsunnar að vera í einangrun. Ræðuna má sjá í fullri lengd hér á sænsku og hér á ensku. Konungur minntist þess að vikan fyrir páska er oft kölluð Kyrravikan sem hefst á Pálmasunnudegi: 


”Og á mörgum stöðum er hún kyrrari en nokkru sinni áður. Covid-19 heldur Svíþjóð og heiminum í greipum sínum. Götur og torg eru næstum tóm og hljóð. Faraldurinn slær einnig hart gegn fyrirtækjum og störfum og sænskum efnahag, já, gegn öllu sænska samfélaginu.    Samtímis eiga margir í öðrum hlutum samfélagsins allt annað en kyrra viku framundan. Borgarleg herkvaðning er hafin. Ég hugsa þá fremst til heilsu- og sjúkragæslunnar. Þar vinna starfsmenn og sjálfboðaliðar nú saman til að bjarga eins mörgum mannslífum og hægt er.  

Það er stórt verkefni. Slíkt krefst hugrekkis. Og það mun einnig krefjast úthalds. Ég vil beina djúpu opinberu þakklæti til ykkar allra sem takið þátt í þessu mikilvæga starfi.   Sendum einnig hugsun til allra þeirra sem nú sjá til þess að Svíþjóð heldur áfram að vera í gangi að öðru leyti. Þrátt fyrir erfiða stöðu. Og þrátt fyrir áhættu um eigin heilsu. 

  Öll þið sem sjáið til þess að þeir sem eldri eru fá þá aðhlynningu sem þeir þarfnast, að við getum keypt matvæli, að samgöngur séu í lagi og allt annað sem við tökum fyrir svo sjálfsagðan hlut: Til ykkar sendi ég einnig miklar og kærar þakkir.”

Konungur ræddi um sorg þeirra sem missa vini og ættingja:

”Ég hugsa sérstaklega í dag til allra barna í landi voru sem nú eiga á hættu að missa afa sína og ömmur. Og glata þeirri tryggð og reynslu sem þau hafa boðið upp á.
   Vegna þeirra verðum við að sýna ábyrgð og ósjálfgirni. Þá skyldu höfum við öll í landi voru. Sérhvert og eitt okkar.
   Enn er margt í óvissu. En einn hlutur er vís: Við munum öll muna eftir þessum tímum og líta aftur til baka til þeirra.
   Hugsaði ég um samferðafólk mitt? Eða setti ég sjálfan mig í fyrsta rýmið? Þau völ sem við gerum í dag munum við lifa með, lengi. Þau munu hafa áhrif á marga.
   Bráðum koma páskar. Og burtséð frá því hvort við höldum upp á þá eða ekki, held ég að við getum öll tekið til okkar boðskap þeirra: Gangan er löng og erfið. En að lokum sigrar ljósið yfir myrkrinu og við eygjum von á ný.”

Svíakonungur stappaði stálinu í landsmenn og sagði: 

”Ég hef séð hvernig áföll hjálpa okkur að endurskoða hlutina; að skilja milli þess sem er mikilvægt og þess sem skiptir minna máli. Hvernig óttin breytist í skynjun um alvarleika vandans og hvernig unnt er að leysa hann.
   Og einn hlut hef ég lært: burtséð frá hversu djúpt eða langvarandi áfallið verður, þá lýkur því fyrr eða síðar.
   Og þegar það gerist, já, þá munum við öll njóta þeirrar umhugsunar og þess krafts sem sænska fólkið nú safnar saman. Sá kraftur er mun verða innistæða fyrir land vort – í þeirri framtíð sem við þráum.
   Með þessum orðum óska ég Yður og öllum í Svíþjóð góðrar páskahelgar – þrátt fyrir allt.
   Og jafnvel þó það virðist erfitt, mundu þá eftir: Þú ert aldrei einn á ferð”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila