Sprengja fannst við verslun í miðborg Malmö

Öflug rörasprengja fannst við verslun í Admiral götu í miðborg Malmö í Svíþjóð í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá sprengjuleitarvélmenni vinna að því að koma sprengjunni fyrir í sérstöku hylgi sem síðan er flutt á brott yfir á öruggan stað þar sem sprengjunni er eytt.

Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir af erlendum glæpagengjum sem þekkt eru fyrir að koma slíkum sprengjum, sem oftast nær eru mjög öflugar og ætlað að valda sem mestri eyðileggingu fyrir í þeim tilgangi að hræða verslunar og veitingahúsaeigendur til þess að borga gengjunum svokallaða verndartolla.Sprengjan var fjarlægð og henni eitt og rannsakar lögreglan málið. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila