Gústaf Skúlason skrifar: Svíþjóð öruggasta hælið fyrir hryðjuverkamenn

Þessir sex menn eru taldir vera æðstu öfga íslamistarnir í Svíþjóð

Sex æðstuprestar öfgaíslamista sem verið hafa í fangelsi í Svíþjóð síðan í maí voru látinir lausir í fyrri viku vegna þess að ”ekki var hægt að senda þá til heimalanda sinna vegna óöruggs ástands í þeim löndum”. 

Eftir að mennirnir voru látnir lausir snéru þeir til mosku sinna og var fagnað sem hetjum. Öryggislögregla Svíþjóðar SÄPO lýsir mönnunum sem sérstakri ógn við öryggi Svíþjóðar vegna undirróðursstarfsemi, fjármálasöfnun, virkjun íslamista til fygis við hryðjuverkasamtök ISIS og skipulagningu öfgaíslams.

Gríðarleg reiði hefur brotist út í Svíþjóð og stjórnmálaumræður loga vegna vegna ákvörðunar um að setja glæpamennina lausa ”þar til ástandið batnar í heimalöndum þeirra”. 

Ríkisstjórnin hafði ákveðið að vísa mönnunum úr landi en þar sem það var ekki hægt af ”mannúðarástæðum” þá var þeim sleppt úr fangelsi. Nýlega stöðvaði ríkisstjórn Svíþjóðar tillögu á þingi um að afnema meðborgararéttindi hryðjuverkamanna eins og önnur Norðurlönd hafa samþykkt.

Svíþjóðardemókratar í Gautaborg vilja að stofnuð verði brottfararstofa til að hjálpa mörgun innflytjendum aftur til heimalanda sinna.Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa allir fordæmt að glæpamönnunum hafi verið sleppt.Ulf Kristersson flokksformaður Moderata segir í viðtali, að réttarkerfi Svíþjóðar sé hrunið, þegar ekki sé lengur hægt að hafa stórhættulega menn í fangelsi: 

”Ef ekki er hægt að vísa persónum sem eru hættulegar öryggi ríkisins úr landi, þá gengur ekki að útkoman sé að mönnunum sé sleppt úr fangelsi. Það er óforsvaranlegt að öryggi þeirra sé æðra öryggi Svíþjóðar”.

Mennirnir sex sem ógna öryggi Svíþjóðar og var sleppt úr fangelsi í fyrri viku ofan f.v.: 1. Abo Raad er talinn einn helsti áróðurs- og skipuleggjandi ISIS með bækistöð í moskunni í Gävle norður af Svíþjóð. 2. Rad Al-Duhan sonur Abo Raad framarlega í liðsvæðingu ISIS í Svíþjóð. 3. Hussein Al-Jibury róttækur salafisti með bækistöðvar í mosku í Umeå í norður Svíþjóð. 4. Fekri Hamad vinnur náið með æðstaprestinum í Gävle. 5. Abdel-Nasser el Nadi er valdamikill öfgaíslamisti í Gautaborg og Vestur Svíþjóð.

Hefur m.a. rekið einkaskóla og er með í stjórn moskunnar í Gävle. 6. Viktor Gaziev frá Gävle er róttækur íslamisti upprunalega frá Tjetjeníu. Hefur verið handtekinn m.a. fyrir þáttöku í glæpagengjum sem ráðist hafa á starfsmenn sænskra dómstóla. Rússland bað um að fá manninn sendan til Rússlands en Hæstiréttur Svíþjóðar hafnaði þeirri beiðni.

  Allir þessir glæpamenn ganga nú lausir í Svíþjóð og geta haldið áfram glæpastarfsemi sinni og ógn við Svía og sænska ríkið. Sænska sjónvarpið greindi frá þegar Abo Raad kom frá fangelsinu til moskunnar í Gävle og lýsti endurkomu hans sem rokkstjörnu sem hefði ákaft verið fagnað af fylgjendum sínum.

Nú er varað alvarlega við aukningu róttæks salafisma í Svíþjóð með eigin samfélögum sem lúta sharía lögum og ala á glæpastarfsemi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila