Ulf Kristersson leiðtogi Moderata varar við upplausn í Svíþjóð vegna síaukinna árása og rána gagnvart börnum

Ulf Kristersson leiðtogi Moderata

Í árlegri jólaræðu sinni varaði formaður Móderata í Svíþjóð við vaxandi reiði sænskra foreldra vegna síaukinna rána á börnum. Í Stokkhólmi hafa yfir 1 000 börn verið rænd í ár sem er 80% aukning miðað við 2018.  Kristersson gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að gera of lítið til að stöðva glæpafaraldurinn og varar við að fólk taki lögin í eigin hendur.

„Að vera rændur fjallar ekki aðeins um að verða af með bílasímann, úlpuna eða seðlaveskið. Það er að standa augliti til auglitis við hrottaskap og hráa fyrirlitningu. Slíkt vekur upp tígrisdýrið í öllum foreldrum og leiðir að lokum til réttafarskerfis einkaframtaksins. Ég vara alvarlega við slíkri þróun“ sagði Kristersson í ræðunni.

Í viðtali við Aftonbladet  segir Ulf Kristersson: „Þegar maður talar við foreldra barna sem hafa verið rænd, hótað með hnífi eða smánuð, þá eru foreldrarnir örvæntingarfullir. Ég veit ekki hvað foreldrarnir munu gera en við höfum séð hvað gerist í öðrum löndum, þegar ríkið nýtur ekki lengur trausts til að ráða við glæpina. Þetta er stórhættuleg þróun. Margt getur gerst, foreldrarnir geta slegið til baka sem er afar slæmt eða bannað börnunum að vera úti á götum. Slíkt skapar vantraust í samfélaginu sem er afar hættuleg þróun. Svíþjóð er land þar sem við treystum venjulega hvert öðru, þar sem er öruggt að vera á mismunandi stöðum og lögreglan bjargar málunum. Ef þetta gildir ekki lengur, þá er þjóðarsáttmálinn í hættu.“ 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila