Sænskir sjúkraflutningamenn þurfa að vera í skotheldum vestum í vinnunni

Samkvæmt sænska útvarpinu P4 Uppland þurfa sjúkraflutningamenn í Uppsala að vera í skotheldum vestum að störfum til þess að verjast árásum, þegar þeir sækja og flytja sjúka og slasaða. Nýju reglurnar taka gildi eftir árámót. Útköllum vegna ofbeldisverka hefur fjölgað sem gerir starfið hættulegra og því er gripið til þess ráðs að sjúkraflutningamenn beri skotheld vesti í vinnunni.

Lars Westman yfirmaður starfsemi sjúkrabíla í Uppsala, Huddunge og Knivsta segir í viðtali við P4, að 

”við merkjum harðara starfsumhverfi í samfélaginu með fjölgun verkefna þar sem hótanir og ofbeldi eru fyrirsjáanleg.”

Samkvæmt Westman eru skotheldu vestin ”bein afleiðing” þess grófa ofbeldis sem breiðir úr sér í Svíþjóð. Að bera skothelt vesti er ein af fleiri aðgerðum til að tryggja öryggi sjúkraflutningamanna. Að auki fá sjúkraflutningamenn þjálfun í hvernig þeir geta komist hjá ofbeldi t.d. með því að hafa lyfjatösku aðeins á annarri öxlinni svo hægt sé að komast undan t.d. ef ræningi reynir að stela töskunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila